Caroline de Maigret fyrir Lancôme Ritstjórn skrifar 9. september 2015 11:00 Franska fyrirsætan og tískuíkonið Caroline de Maigret hefur hannað förðunarlínu fyrir Lancôme og er hún komin í verslanir hér heima, en beðið hefur verið eftir línunni með eftirvæntingu. Caroline er þekkt fyrir sinn áreynslulausa, franska stíl og ber línan greinilega þess merki. Litapallettan hentar öllum, hlýjir brúnir og fjólubláir tónar í augnskuggum í bland við nude og ekta Parísar rauða varaliti. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem förðunarmeistari Lancôme, Lisa Eldridge, farðar Caroline með nýju línunni.Bók Caroline, How To Be Parisian, sem hún skrifaði ásamt þeim Anne Berest, Audrey Diwan og Sophie Mas hefur slegið í gegn frá því að hún kom út árið 2013. Í þeirri bók má finna einföld og skemmtileg ráð hvernig þú getir fundið þína innri frönsku konu, en þær eru jú þekktar fyrir að vera einstaklega smekklegar. Caroline starfar einnig sem fyrirsæta og gekk meðal annars pallana fyrir Chanel í vetur.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour Ég er glamorous! Glamour Viljum allar ilma eins og Kate Moss Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Rihanna afgreiddi skó í sinni eigin verslun Glamour Uppáhalds flíkin er innra lag úr gömlum jakka Glamour Kim hefur misst 100.000 fylgjendur á Instagram Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour
Franska fyrirsætan og tískuíkonið Caroline de Maigret hefur hannað förðunarlínu fyrir Lancôme og er hún komin í verslanir hér heima, en beðið hefur verið eftir línunni með eftirvæntingu. Caroline er þekkt fyrir sinn áreynslulausa, franska stíl og ber línan greinilega þess merki. Litapallettan hentar öllum, hlýjir brúnir og fjólubláir tónar í augnskuggum í bland við nude og ekta Parísar rauða varaliti. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem förðunarmeistari Lancôme, Lisa Eldridge, farðar Caroline með nýju línunni.Bók Caroline, How To Be Parisian, sem hún skrifaði ásamt þeim Anne Berest, Audrey Diwan og Sophie Mas hefur slegið í gegn frá því að hún kom út árið 2013. Í þeirri bók má finna einföld og skemmtileg ráð hvernig þú getir fundið þína innri frönsku konu, en þær eru jú þekktar fyrir að vera einstaklega smekklegar. Caroline starfar einnig sem fyrirsæta og gekk meðal annars pallana fyrir Chanel í vetur.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour Ég er glamorous! Glamour Viljum allar ilma eins og Kate Moss Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Rihanna afgreiddi skó í sinni eigin verslun Glamour Uppáhalds flíkin er innra lag úr gömlum jakka Glamour Kim hefur misst 100.000 fylgjendur á Instagram Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour