Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2015 11:37 „Til þess að þetta geti gengið vel eftir þá þurfum við hjálp. Það er fólk á Íslandi núna sem hefur fengið stöðu flóttafólks og þarf hjálp. Ég hvet fólk til að hafa samband við velferðarráðuneytið og Rauða krossinn og spyrja hvað það geti gert til þess að hjálpa. Fólk þarf að fá vinnu, húsnæði, föt og til dæmis aðstoð við að læra á hvernig bankakerfið virkar.“ Þetta sagði Eygló Harðardóttir velferðarráðherra í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga við þáttastjórnanda Sigurjón M. Egilsson.Stuðningurinn frá Íslendingum hvatning Eygló fagnaði því að sveitarfélög landsins skyldu bregðast svo vel við því að taka við fleiri flóttamönnum. Hún segist hafa haft áhyggjur af því að viðbrögðin yrðu dræm. Þá þakkaði hún Helga Hrafni Gunnlaugssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa svarað neikvæðum röddum þegar fregnir bárust af því að Ísland hefði samþykkt að taka á móti fimmtíu flóttamönnum. Helgi Hrafn sagði við það tilefni það fullkomna þvælu að hafna flóttamönnum úr stríði á þeim forsendum að á Íslandi eigi íbúar sárt um að binda.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, styður það að Ísland taki við flóttafólki af mannúðarsjónarmiðum og efnahagslegum.Vísir/Samsett„Fyrst verð ég að segja það við háttvirta kommentara, að mér er algerlega fyrirmunað að sýna fólki samúð fyrir að eiga bágt á Íslandi, sem sýnir því ekki skilning að bjarga fólki frá stríði. Það eru meiriháttar forréttindi að hafa áhyggjur af afkomu sinni á Íslandi miðað við þær aðstæður sem þetta fólk flýr, já, líka fyrir öryrkja, aldraða, fanga, alla á Íslandi. Ég ætla ekki að lýsa því hvað gerist í stríði en fólk mætti hugsa sig tvisvar um áður en það byrjar að vorkenna sjálfu sér fyrir það að yfirvöld ætli að bjarga 50 manns frá mestu harmleikjum sem mannkynið þekkir.“Sjá einnig: Pírati skilur ekki þá sem vilja hafna flóttafólki Eygló segir þennan stuðning þjóðarinnar hafa verið hvati og stuðningur til að geta gert betur og boðið enn fleiri flóttamönnum hæli hér á landi.Flóttafólk vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins Velferðarráðherrann segir ríkisstjórnina vera að fara yfir málið hvað varðar fjölda flóttamanna. Hún segist ekki vilja segja hvort fyrrnefnd tala verði tífölduð eða tvöfölduð vegna þess að hún vildi ekki setja neitt hámark á fjölda þeirra sem við tökum við. Það velti allt á því hversu mikla aðstoð hinn almenni borgari í landinu er tilbúinn til að veita hópnum og ríkisvaldinu.„En er nægur peningur í landinu til að aðstoða allt þetta fólk?“ spurði þáttastjórnandi. Eygló sagði það hafa sýnt sig að ef samfélagið okkar tekur vel á móti þessu fólki, haldi vel utan um það og veiti þeim þá aðstoð sem það þarf: „Þá skilar það svo sannarlega sínu til samfélagsins. Og það vill gera það.“Sava og Nedeljka Ostojic hafa búið á Íslandi síðastliðinn 12 ár. Þegar þau komu til Íslands, með tólf ára son sinn, höfðu þau búið í flóttamannabúðum í sjö ár.Fréttablaðið/Völundur JónssonÍsland hefur tekið á móti fleiri flóttamönnum það sem af er kjörtímabili núna heldur en allt kjörtímabilið í fyrra af þeim tölum sem Eygló hefur undir höndum að dæma. Hún segir stjórnvöld nú jafnframt hafa horft til hópa sem aðrar þjóðir vilja ekki taka við. „Ég tók ákvörðun um að horfa til hinsegin fólks til dæmis. Því miður eru gífurlegir fordómar í öðrum landi gagnvart hinsegin fólki, transfólki og þetta fólk hefur þurft að þola líkamsárásir í flóttamananbúðum. Það hefur gengið mjög vel að taka á móti þessum einstaklingum og ég vil gjarnan halda því áfram.“ „Við sjáum það bara eins og í viðtalinu í Fréttablaðinu um helgina að þegar við gerum þetta vel, tryggjum fólki vinnu og húsnæði hvað við getum breytt lífi einstaklings með því sem við erum að gera.“ Í viðtalinu var talað við Sava og Nedeljka Ostojic sem komu hingað til lands árið 2003 ásamt 12 ára syni sínum, Sasa. Sasa hafði þá lifað meirihluta ævi sinnar á hrakhólum í flóttamannabúðum. Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
„Til þess að þetta geti gengið vel eftir þá þurfum við hjálp. Það er fólk á Íslandi núna sem hefur fengið stöðu flóttafólks og þarf hjálp. Ég hvet fólk til að hafa samband við velferðarráðuneytið og Rauða krossinn og spyrja hvað það geti gert til þess að hjálpa. Fólk þarf að fá vinnu, húsnæði, föt og til dæmis aðstoð við að læra á hvernig bankakerfið virkar.“ Þetta sagði Eygló Harðardóttir velferðarráðherra í Sprengisandi í morgun þar sem hún ræddi flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga við þáttastjórnanda Sigurjón M. Egilsson.Stuðningurinn frá Íslendingum hvatning Eygló fagnaði því að sveitarfélög landsins skyldu bregðast svo vel við því að taka við fleiri flóttamönnum. Hún segist hafa haft áhyggjur af því að viðbrögðin yrðu dræm. Þá þakkaði hún Helga Hrafni Gunnlaugssyni, þingmanni Pírata, fyrir að hafa svarað neikvæðum röddum þegar fregnir bárust af því að Ísland hefði samþykkt að taka á móti fimmtíu flóttamönnum. Helgi Hrafn sagði við það tilefni það fullkomna þvælu að hafna flóttamönnum úr stríði á þeim forsendum að á Íslandi eigi íbúar sárt um að binda.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, styður það að Ísland taki við flóttafólki af mannúðarsjónarmiðum og efnahagslegum.Vísir/Samsett„Fyrst verð ég að segja það við háttvirta kommentara, að mér er algerlega fyrirmunað að sýna fólki samúð fyrir að eiga bágt á Íslandi, sem sýnir því ekki skilning að bjarga fólki frá stríði. Það eru meiriháttar forréttindi að hafa áhyggjur af afkomu sinni á Íslandi miðað við þær aðstæður sem þetta fólk flýr, já, líka fyrir öryrkja, aldraða, fanga, alla á Íslandi. Ég ætla ekki að lýsa því hvað gerist í stríði en fólk mætti hugsa sig tvisvar um áður en það byrjar að vorkenna sjálfu sér fyrir það að yfirvöld ætli að bjarga 50 manns frá mestu harmleikjum sem mannkynið þekkir.“Sjá einnig: Pírati skilur ekki þá sem vilja hafna flóttafólki Eygló segir þennan stuðning þjóðarinnar hafa verið hvati og stuðningur til að geta gert betur og boðið enn fleiri flóttamönnum hæli hér á landi.Flóttafólk vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins Velferðarráðherrann segir ríkisstjórnina vera að fara yfir málið hvað varðar fjölda flóttamanna. Hún segist ekki vilja segja hvort fyrrnefnd tala verði tífölduð eða tvöfölduð vegna þess að hún vildi ekki setja neitt hámark á fjölda þeirra sem við tökum við. Það velti allt á því hversu mikla aðstoð hinn almenni borgari í landinu er tilbúinn til að veita hópnum og ríkisvaldinu.„En er nægur peningur í landinu til að aðstoða allt þetta fólk?“ spurði þáttastjórnandi. Eygló sagði það hafa sýnt sig að ef samfélagið okkar tekur vel á móti þessu fólki, haldi vel utan um það og veiti þeim þá aðstoð sem það þarf: „Þá skilar það svo sannarlega sínu til samfélagsins. Og það vill gera það.“Sava og Nedeljka Ostojic hafa búið á Íslandi síðastliðinn 12 ár. Þegar þau komu til Íslands, með tólf ára son sinn, höfðu þau búið í flóttamannabúðum í sjö ár.Fréttablaðið/Völundur JónssonÍsland hefur tekið á móti fleiri flóttamönnum það sem af er kjörtímabili núna heldur en allt kjörtímabilið í fyrra af þeim tölum sem Eygló hefur undir höndum að dæma. Hún segir stjórnvöld nú jafnframt hafa horft til hópa sem aðrar þjóðir vilja ekki taka við. „Ég tók ákvörðun um að horfa til hinsegin fólks til dæmis. Því miður eru gífurlegir fordómar í öðrum landi gagnvart hinsegin fólki, transfólki og þetta fólk hefur þurft að þola líkamsárásir í flóttamananbúðum. Það hefur gengið mjög vel að taka á móti þessum einstaklingum og ég vil gjarnan halda því áfram.“ „Við sjáum það bara eins og í viðtalinu í Fréttablaðinu um helgina að þegar við gerum þetta vel, tryggjum fólki vinnu og húsnæði hvað við getum breytt lífi einstaklings með því sem við erum að gera.“ Í viðtalinu var talað við Sava og Nedeljka Ostojic sem komu hingað til lands árið 2003 ásamt 12 ára syni sínum, Sasa. Sasa hafði þá lifað meirihluta ævi sinnar á hrakhólum í flóttamannabúðum.
Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07
„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13