Sífellt fleiri konur við árbakkann Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2015 11:37 Hressar konur í kvennaholli í Langá Mynd: KL Það er ekki langt síðan stangveiði var talin vera karlasport en sem betur fer er það að breytast mjög hratt. Sífellt fleiri konur sækja í sportið og það sem er svo ánægjulegt að sjá er að stundum eru heilu hóparnir af konum sem hreinlega leggja undir sig árnar. Þetta eru ýmist hópar sem hafa verið vinkonur lengi en líka hópar þar sem vinkonuhóparnir mætast og kynnast betur innbyrðis. Undirritaður hefur verið leiðsögumaður í nokkrum slíkum hollum og það verður að segjast eins og er að það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að fá að vinna við bakkann með jafn fríðu föruneyti. Leiðsögumenn eru oftar en ekki sammála þessu því það sem er ólíkt með kynjunum við árbakkann er hvað konurnar eru afslappaðar við þetta sport og það er varla til keppnisskap á milli þeirra á meðan það vill stundum verða þannig í karlahollum að það er stutt í pínu keppni þó svo að hún sé alltaf á góðu nótunum. Það ber því að fagna þessari breytingu og vonum við að konum fjölgi enn frekar því þetta er sport fyrir alla. Feður á öllum aldri eru þegar og hafa margir lengi, tekið dætur sínar með í veiðina og þetta er alltaf að aukast. Sjálfur á ég eina fimm ára sem á littla Barbie veiðistöng (tek það fram að hún valdi hana sjálf) sem hún vill ólm nota við bryggjur og vötn og ég get ekki beðið eftir því að kenna henni að veiða á flugu þegar hún vex úr grasi. Það er varla til betri leið til að eyða sumri með fjölskyldunni en við ár- og vatnsbakkann á fallegum degi og ánægjan sem skín af þessu littlu veiðimönnum þegar fengur kemur á land, sama hvað hann er stór eða smár, gerir þetta yfirleitt að ógleymanlegum dögum. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Það er ekki langt síðan stangveiði var talin vera karlasport en sem betur fer er það að breytast mjög hratt. Sífellt fleiri konur sækja í sportið og það sem er svo ánægjulegt að sjá er að stundum eru heilu hóparnir af konum sem hreinlega leggja undir sig árnar. Þetta eru ýmist hópar sem hafa verið vinkonur lengi en líka hópar þar sem vinkonuhóparnir mætast og kynnast betur innbyrðis. Undirritaður hefur verið leiðsögumaður í nokkrum slíkum hollum og það verður að segjast eins og er að það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að fá að vinna við bakkann með jafn fríðu föruneyti. Leiðsögumenn eru oftar en ekki sammála þessu því það sem er ólíkt með kynjunum við árbakkann er hvað konurnar eru afslappaðar við þetta sport og það er varla til keppnisskap á milli þeirra á meðan það vill stundum verða þannig í karlahollum að það er stutt í pínu keppni þó svo að hún sé alltaf á góðu nótunum. Það ber því að fagna þessari breytingu og vonum við að konum fjölgi enn frekar því þetta er sport fyrir alla. Feður á öllum aldri eru þegar og hafa margir lengi, tekið dætur sínar með í veiðina og þetta er alltaf að aukast. Sjálfur á ég eina fimm ára sem á littla Barbie veiðistöng (tek það fram að hún valdi hana sjálf) sem hún vill ólm nota við bryggjur og vötn og ég get ekki beðið eftir því að kenna henni að veiða á flugu þegar hún vex úr grasi. Það er varla til betri leið til að eyða sumri með fjölskyldunni en við ár- og vatnsbakkann á fallegum degi og ánægjan sem skín af þessu littlu veiðimönnum þegar fengur kemur á land, sama hvað hann er stór eða smár, gerir þetta yfirleitt að ógleymanlegum dögum.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði