Anna ekki eftirspurn eftir Kia Soul rafbílnum Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 11:13 Kia Soul EV rafmagnsbíllinn. Svo mikil og ör hefur sala verið á rafbílnum Kia Soul EV í Noregi að birgðir hafa gengið til þurrðar. Sömu sögu er að segja hér á landi og Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi, hefur ekki náð að anna eftirspurn eftir rafbílnum. ,,Það hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir Kia Soul, bæði í raf- og dísilútfærslum, og það má segja að Soul hafi runnið út eins og heitar lummur. Við fáum ekki þann fjölda sem við þurfum af bílum og rafútgáfan Soul EV hefur selst jafn óðum og hann hefur komið í hús til okkar. Þetta er enda afar vel búinn bíll, líklega best búni rafbíllinn á markaðnum miðað við verð," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia Soul EV kostar 4.490.777 og vísa sjöurnar í 7 ára ábyrgð Kia. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og í nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. ,,Við erum með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. Við erum að skrá Kia bíl númer 1.000 á allra næstu dögum og er það í fyrsta skipti sem við förum yfir 1.000 bíla á einu ári," Segir Þorgeir ennfremur. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent
Svo mikil og ör hefur sala verið á rafbílnum Kia Soul EV í Noregi að birgðir hafa gengið til þurrðar. Sömu sögu er að segja hér á landi og Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi, hefur ekki náð að anna eftirspurn eftir rafbílnum. ,,Það hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir Kia Soul, bæði í raf- og dísilútfærslum, og það má segja að Soul hafi runnið út eins og heitar lummur. Við fáum ekki þann fjölda sem við þurfum af bílum og rafútgáfan Soul EV hefur selst jafn óðum og hann hefur komið í hús til okkar. Þetta er enda afar vel búinn bíll, líklega best búni rafbíllinn á markaðnum miðað við verð," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Kia Soul EV kostar 4.490.777 og vísa sjöurnar í 7 ára ábyrgð Kia. Sala á Kia hefur gengið mjög vel á Íslandi undanfarin ár og í nú ár er Kia annað mest selda merkið á landinu á eftir Toyota. ,,Við erum með tæplega 9,5% markaðshlutdeild, þá hæstu hjá Kia í Evrópu. Við erum að skrá Kia bíl númer 1.000 á allra næstu dögum og er það í fyrsta skipti sem við förum yfir 1.000 bíla á einu ári," Segir Þorgeir ennfremur.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent