Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. ágúst 2015 13:38 Íslensku strákarnir. Vísir/Facebook-síða mótsins „Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
„Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35