Íslenski boltinn

Sjáðu ótrúlegt mark Arons fyrir Fjölni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjölnir og Valur skildu jöfn, 1-1, í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.



Aron Sigurðarson kom Fjölni yfir strax á 7. mínútu með ótrúlegu marki. Hann fékk þá boltann frá Guðmundi Karli Guðmundssyni við endalínuna vinstra megin og lyfti boltanum í boga yfir Ingvar Þór Kale, markvörð Vals, og í netið.

Í samtali við Vísi eftir leik sagðist Aron ekki hafa verið að reyna að skora.

„Ég ætla ekki einu sinni að reyna að ljúga því. Ég var að setja hann fyrir og [Ingvar] Kale var að reyna að ljúga því að það hafi einhver vindur sem hjálpaði til en það er bara kjaftæði. Það var mjög ljúft að sjá hann inni,“ sagði Aron.

Markið ótrúlega dugði Fjölnismönnum þó ekki til sigurs því Einar Karl Ingvarsson jafnaði metin mínútu fyrir leikslok.

Mark Arons má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×