Räikkonen áfram hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 10:08 Kimi Räikkonen á sigurstundu. Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent