Volkswagen Phaeton selst 25 sinnum minna en Mercedes Benz S-Class Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 14:43 Volkswagen Phaeton er álíka stór lúxusbíll og Audi A8. Í fyrra seldi Mercedes Benz 100.000 eintök af flaggskipi sínu, S-Class, en á meðan seldi Volkswagen 4.000 eintök af flaggskipi fyrirtækisins, Phaeton. Samt ætlar Volkswagen að halda áfram sölu Phaeton og er um það bil að fara að kynna nýja kynslóð bílsins. Sala Phaeton minnkaði um heil 30% á síðasta ári. Í Evrópu kostar Volkswagen Phaeton 89.650 evrur, eða 13,2 milljónir króna og er hann dýrasti bíll Volkswagen. Gárungarnir hafa sagt að Phaeton sé svarið við spurningu sem enginn spurði. Vilja margir meina að Volkswagen eigi ímyndar sinnar vegna alls ekki að framleiða svo dýran bíl og enginn vilji kaupa svo dýran og vandaðan bíl með Volkswagen merkið á húddinu. Fyrrum stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, vildi endilega skarta þessum bíl í bílaflóru Volkswagen og taldi það skapa því góða ímynd, en því eru margir ósammála. Hann vildi að Volkswagen framleiddi bíl sem aka mætti með öruggum og þægilegum hætti á 300 km hraða á þýsku hraðbrautunum og veitti Mercedes Benz S-Class bílnum samkeppni. Nú, með brotthvarfi hans, áttu margir von á að Volkswagen myndi hætta framleiðslu Phaeton, en svo er nú aldeilis ekki. Volkswagen er hinsvegar að leita allra leiða til að gera framleiðslu hans ódýrari og með því snúa framleiðslunni frá heilmiklu tapi í hagnað. Það gæti hinsvegar orðið erfitt með aðeins 4.000 bíla sölu á ári. Volkswagen hóf framleiðslu Phaeton árið 2002 og bíllinn hefur verið nánast óbreyttur síðan. Nú er svo komið að engin bílgerð Volkswagen er framleidd í færri eintökum en Phaeton og slær hann við Volkswagen Eos blæjubílnum, sem Volkswagen hefur nú hætt framleiðslu á. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Í fyrra seldi Mercedes Benz 100.000 eintök af flaggskipi sínu, S-Class, en á meðan seldi Volkswagen 4.000 eintök af flaggskipi fyrirtækisins, Phaeton. Samt ætlar Volkswagen að halda áfram sölu Phaeton og er um það bil að fara að kynna nýja kynslóð bílsins. Sala Phaeton minnkaði um heil 30% á síðasta ári. Í Evrópu kostar Volkswagen Phaeton 89.650 evrur, eða 13,2 milljónir króna og er hann dýrasti bíll Volkswagen. Gárungarnir hafa sagt að Phaeton sé svarið við spurningu sem enginn spurði. Vilja margir meina að Volkswagen eigi ímyndar sinnar vegna alls ekki að framleiða svo dýran bíl og enginn vilji kaupa svo dýran og vandaðan bíl með Volkswagen merkið á húddinu. Fyrrum stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, vildi endilega skarta þessum bíl í bílaflóru Volkswagen og taldi það skapa því góða ímynd, en því eru margir ósammála. Hann vildi að Volkswagen framleiddi bíl sem aka mætti með öruggum og þægilegum hætti á 300 km hraða á þýsku hraðbrautunum og veitti Mercedes Benz S-Class bílnum samkeppni. Nú, með brotthvarfi hans, áttu margir von á að Volkswagen myndi hætta framleiðslu Phaeton, en svo er nú aldeilis ekki. Volkswagen er hinsvegar að leita allra leiða til að gera framleiðslu hans ódýrari og með því snúa framleiðslunni frá heilmiklu tapi í hagnað. Það gæti hinsvegar orðið erfitt með aðeins 4.000 bíla sölu á ári. Volkswagen hóf framleiðslu Phaeton árið 2002 og bíllinn hefur verið nánast óbreyttur síðan. Nú er svo komið að engin bílgerð Volkswagen er framleidd í færri eintökum en Phaeton og slær hann við Volkswagen Eos blæjubílnum, sem Volkswagen hefur nú hætt framleiðslu á.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent