Golf

Tinna stigameistari kvenna á Eimskipsmótaröðinni

Tinna ræðir hér við Signýju.
Tinna ræðir hér við Signýju. Vísir/GSÍ
Tinna Jóhannesdóttir úr Golfklúbbnum Keili er stigameistari kvenna á Eimskipsmótaröðinni í golfi en hún stóð uppi sem sigurvegari á lokamótinu á Urriðavelli í dag.

Tinna var með naumt forskot á nýkrýnda Íslandsmeistarann Signýju Arnórsdóttir fyrir mótið en frábær spilamennska á lokamótinu gerði endanlega útslagið.

Tinna átti næst besta hring dagsins en hún lauk leik á tveimur höggum yfir pari með tvo fugla, fjóra skolla og tólf pör. Lauk hún leik á alls átta höggum yfir pari.

Signý náði sér hinsvega aldrei á strik í dag en hún fékk þrefaldan skolla á fyrstu braut og var því alltaf í eltingarleik við Tinnu. Fékk hún þrjá skramba til viðbótar og lauk leik á tíu höggum yfir pari í dag, sextán höggum yfir pari í heildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×