Yrðlingarnir alltaf tilbúnir að veiða hrút Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2015 11:45 Þau Guðrún Ýr og Benedikt eru meðal ellefu barna sem leika yrðlinga í óperunni Baldursbrá. Vísir Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju. Krakkar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju.
Krakkar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira