Seat Altea skipt út fyrir jeppling Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 12:42 Seat Altea XL. Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent
Sá flokkur bíla sem er á mestu undanhaldi í dag eru fjölnotabílar eða strumpastrætóar eins og sumir kalla þá. Hinsvegar er flokkur jepplinga í mikilli sókn og því kemur það kannski ekki á óvart að spænski bílaframleiðandinn Seat skuli hætta framleiðslu Seat Altea fjölnotabílsins og með því búa til rúm til framleiðslu jepplings. Seat, sem er í eigu Volkswagen, hefur framleitt Altea og Altea XL fjölnotabílana frá árinu 2004. Á fyrsta ári Altea seldist bíllinn framar vonum og runnu 31.223 eintök af honum frá færiböndunum til kaupenda, en nú hefur hægt svo á sölu bílsins að Seat hefur ákveðið að hætta framleiðslu hans. Á næsta ári mun hinsvegar koma á markað jepplingur sem byggður verður á sama undirvagni og Seat Leon fólksbíllinn. Þar hoppar Seat á jepplingahraðlestina eins og aðrir bílaframleiðendur, en 1,56 milljónir slíkra bíla seldust í Evrópu og búist er við því að sú tala verði komin í 2 milljónir árið 2020. Aðeins 500.000 jepplingar seldust þar árið 2006, sem sýnir best hraðan vöxtinn í þessum flokki bíla.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent