Körfubolti

Helga Einarsdóttir til Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Einarsdóttir.
Helga Einarsdóttir. Vísir/Valli
Helga Einarsdóttir, fyrrum fyrirliði Grindavíkur, hefur ákveðið að skrifa undir samning við Grindavík og spila með liðinu í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili.

„Ég er að fara að renna í Grindavík seinni partinn og skrifa undir þar," sagði Helga Einarsdóttir í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag.

„Það er margt sem heillar við Grindavík. Þeir höfðu samband í vor og ég neitaði þeim þá. Ég vil prufa eitthvað nýtt. Þetta verður gott lið og það er metnaður til að ná árangri þar," sagði Helga.

Helga er 27 ára og 186 sentímetra framherji sem er frá Sauðárkróki en hefur spilað síðasta áratuginn fyrir sunnan.

Helga var með 5,1 stig og 9,2 fráköst að meðaltali með KR-liðinu í Dominos-deild kvenna á síðasta tímabili.

Helga fór fyrst í ÍS þegar hún kom suður en hún hefur spilað undanfarin átta ár hjá KR þar sem hún varð Íslandsmeistari 2010 og bikarmeistari 2009.

Helga var fyrirliði KR-liðsins síðustu þrjú tímabil og þar á meðal þegar liðið komst í lokaúrslitin vorið 2013.

Helga er ekki fyrsti leikmaður sem gengur til liðs við Grindavíkur því áður höfðu þær Íris Sverrisdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir samið við liðið. Grindavík hefur aftur á móti missti Pálínu Gunnlaugsdóttur í Hauka og Maríu Ben Erlingsdóttur í barnseignarfrí. .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×