Yrðlingarnir þurfa að komast til refs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 09:45 Eyjólfur Eyjólfsson, Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Jón Svavar Jósefsson í hlutverkum sínum. Vísir/Ernir Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira