Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Heimir Már Pétursson og Sveinn Arnarsson skrifa 27. ágúst 2015 20:24 Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09