Flest stærstu sveitarfélögin jákvæð gagnvart móttöku fleira flóttafólks Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2015 11:00 Í síðasta mánuði kom metfjöldi flóttamanna til Evrópusambandins eða um 107 þúsund manns. Ríki Evrópu hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir vanmátt sinn við að ráða við verkefnið. Nordicphotos/AFP Fréttablaðið kannaði vilja tíu stærstu sveitarfélaga landsins til að taka á móti flóttafólki. Fjögur sveitarfélög hafa þegar samþykkt að koma sér í samband við velferðarráðuneytið til að taka þátt í átaki stjórnvalda við að tryggja flóttafólki búsetu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á næstu tveimur árum, 25 í senn, með fyrirvara um samþykki um fjármagn frá Alþingi. Á þeim tímapunkti lá vilji sveitarfélaga ekki fyrir en nú er ljóst að mörg sveitarfélög eru reiðubúin til að axla ábyrgðina. Velferðarráð Reykjavíkur tók málið fyrir í gær. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikinn áhuga á því að taka á móti flóttafólki. „Velferðarráð fagnar því að ríkið ætli að taka þátt í að axla ábyrgð á vandamálum heimsins og felur nú velferðarsviði að hefja viðræður við þá sem að málinu koma við að taka á móti þessum flóttamönnum.“ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, segir að velferðar- og mannréttindaráð Akraness muni taka málefnið fyrir á fundi sínum á næstunni. „Í alþjóðasamfélaginu verðum við að leggja okkar af mörkum,“ segir hún og bendir á að Akranes hafi mikla reynslu af móttöku flóttafólks en bærinn tók á móti 29 flóttamönnum árið 2008. Tímaramminn sem Akranes átti að fá í tengslum við móttökuna var eitt ár. Sá tími hafi verið nokkuð stuttur og var framlengdur um hálft ár. „Okkur fannst ráðuneytið sleppa hendinni af verkefninu eftir of stuttan tíma, svona eftir á að hyggja. Og við myndum vilja ræða mjög vel, áður en við tökum svona ákvörðun, hvaða tímaramma og stuðning sveitarfélagið fengi,“ segir hún. „Við höfum miðlað okkar reynslu til annarra og okkar reynsla er sú að það þurfi að huga mjög vel að undirbúningi.“Akureyrarbær greindi frá því á dögunum að hann hefði sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Þá samþykkti bæjarráð Garðabæjar á miðvikudaginn að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks. Í sumar hafði Hafnarfjarðarbær sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segir bæinn reiðubúinn til að taka þátt í þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka á móti flóttafólki. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar fundar í dag um málið. „Við munum ræða þetta í ráðinu og ég heyri að það er jákvæðni þar allan hringinn,“ segir hún. Hafnarfjörður tók á móti einni fjölskyldu í fyrra og nú sé kallað eftir upplýsingum um hvernig gengið hefur með móttökuna til að ákvarða næstu skref. „Við höfum rætt þetta lauslega hérna eftir að umræðan fór af stað. Afstaða okkar er opin og jákvæð til þessara mála,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann reiknar með að málið verði tekið upp með einum eða öðrum hætti á næstunni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málið hafa verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar í gær en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Málefni flóttamanna hafa ekki komið til umræðu innan Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Árborgar en allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um þá samfélagslegu ábyrgð sem Ísland á að axla í málaflokknum. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fréttablaðið kannaði vilja tíu stærstu sveitarfélaga landsins til að taka á móti flóttafólki. Fjögur sveitarfélög hafa þegar samþykkt að koma sér í samband við velferðarráðuneytið til að taka þátt í átaki stjórnvalda við að tryggja flóttafólki búsetu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á næstu tveimur árum, 25 í senn, með fyrirvara um samþykki um fjármagn frá Alþingi. Á þeim tímapunkti lá vilji sveitarfélaga ekki fyrir en nú er ljóst að mörg sveitarfélög eru reiðubúin til að axla ábyrgðina. Velferðarráð Reykjavíkur tók málið fyrir í gær. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikinn áhuga á því að taka á móti flóttafólki. „Velferðarráð fagnar því að ríkið ætli að taka þátt í að axla ábyrgð á vandamálum heimsins og felur nú velferðarsviði að hefja viðræður við þá sem að málinu koma við að taka á móti þessum flóttamönnum.“ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, segir að velferðar- og mannréttindaráð Akraness muni taka málefnið fyrir á fundi sínum á næstunni. „Í alþjóðasamfélaginu verðum við að leggja okkar af mörkum,“ segir hún og bendir á að Akranes hafi mikla reynslu af móttöku flóttafólks en bærinn tók á móti 29 flóttamönnum árið 2008. Tímaramminn sem Akranes átti að fá í tengslum við móttökuna var eitt ár. Sá tími hafi verið nokkuð stuttur og var framlengdur um hálft ár. „Okkur fannst ráðuneytið sleppa hendinni af verkefninu eftir of stuttan tíma, svona eftir á að hyggja. Og við myndum vilja ræða mjög vel, áður en við tökum svona ákvörðun, hvaða tímaramma og stuðning sveitarfélagið fengi,“ segir hún. „Við höfum miðlað okkar reynslu til annarra og okkar reynsla er sú að það þurfi að huga mjög vel að undirbúningi.“Akureyrarbær greindi frá því á dögunum að hann hefði sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Þá samþykkti bæjarráð Garðabæjar á miðvikudaginn að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks. Í sumar hafði Hafnarfjarðarbær sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segir bæinn reiðubúinn til að taka þátt í þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka á móti flóttafólki. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar fundar í dag um málið. „Við munum ræða þetta í ráðinu og ég heyri að það er jákvæðni þar allan hringinn,“ segir hún. Hafnarfjörður tók á móti einni fjölskyldu í fyrra og nú sé kallað eftir upplýsingum um hvernig gengið hefur með móttökuna til að ákvarða næstu skref. „Við höfum rætt þetta lauslega hérna eftir að umræðan fór af stað. Afstaða okkar er opin og jákvæð til þessara mála,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann reiknar með að málið verði tekið upp með einum eða öðrum hætti á næstunni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málið hafa verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar í gær en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Málefni flóttamanna hafa ekki komið til umræðu innan Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Árborgar en allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um þá samfélagslegu ábyrgð sem Ísland á að axla í málaflokknum.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira