Flest stærstu sveitarfélögin jákvæð gagnvart móttöku fleira flóttafólks Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2015 11:00 Í síðasta mánuði kom metfjöldi flóttamanna til Evrópusambandins eða um 107 þúsund manns. Ríki Evrópu hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir vanmátt sinn við að ráða við verkefnið. Nordicphotos/AFP Fréttablaðið kannaði vilja tíu stærstu sveitarfélaga landsins til að taka á móti flóttafólki. Fjögur sveitarfélög hafa þegar samþykkt að koma sér í samband við velferðarráðuneytið til að taka þátt í átaki stjórnvalda við að tryggja flóttafólki búsetu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á næstu tveimur árum, 25 í senn, með fyrirvara um samþykki um fjármagn frá Alþingi. Á þeim tímapunkti lá vilji sveitarfélaga ekki fyrir en nú er ljóst að mörg sveitarfélög eru reiðubúin til að axla ábyrgðina. Velferðarráð Reykjavíkur tók málið fyrir í gær. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikinn áhuga á því að taka á móti flóttafólki. „Velferðarráð fagnar því að ríkið ætli að taka þátt í að axla ábyrgð á vandamálum heimsins og felur nú velferðarsviði að hefja viðræður við þá sem að málinu koma við að taka á móti þessum flóttamönnum.“ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, segir að velferðar- og mannréttindaráð Akraness muni taka málefnið fyrir á fundi sínum á næstunni. „Í alþjóðasamfélaginu verðum við að leggja okkar af mörkum,“ segir hún og bendir á að Akranes hafi mikla reynslu af móttöku flóttafólks en bærinn tók á móti 29 flóttamönnum árið 2008. Tímaramminn sem Akranes átti að fá í tengslum við móttökuna var eitt ár. Sá tími hafi verið nokkuð stuttur og var framlengdur um hálft ár. „Okkur fannst ráðuneytið sleppa hendinni af verkefninu eftir of stuttan tíma, svona eftir á að hyggja. Og við myndum vilja ræða mjög vel, áður en við tökum svona ákvörðun, hvaða tímaramma og stuðning sveitarfélagið fengi,“ segir hún. „Við höfum miðlað okkar reynslu til annarra og okkar reynsla er sú að það þurfi að huga mjög vel að undirbúningi.“Akureyrarbær greindi frá því á dögunum að hann hefði sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Þá samþykkti bæjarráð Garðabæjar á miðvikudaginn að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks. Í sumar hafði Hafnarfjarðarbær sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segir bæinn reiðubúinn til að taka þátt í þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka á móti flóttafólki. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar fundar í dag um málið. „Við munum ræða þetta í ráðinu og ég heyri að það er jákvæðni þar allan hringinn,“ segir hún. Hafnarfjörður tók á móti einni fjölskyldu í fyrra og nú sé kallað eftir upplýsingum um hvernig gengið hefur með móttökuna til að ákvarða næstu skref. „Við höfum rætt þetta lauslega hérna eftir að umræðan fór af stað. Afstaða okkar er opin og jákvæð til þessara mála,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann reiknar með að málið verði tekið upp með einum eða öðrum hætti á næstunni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málið hafa verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar í gær en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Málefni flóttamanna hafa ekki komið til umræðu innan Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Árborgar en allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um þá samfélagslegu ábyrgð sem Ísland á að axla í málaflokknum. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fréttablaðið kannaði vilja tíu stærstu sveitarfélaga landsins til að taka á móti flóttafólki. Fjögur sveitarfélög hafa þegar samþykkt að koma sér í samband við velferðarráðuneytið til að taka þátt í átaki stjórnvalda við að tryggja flóttafólki búsetu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum á næstu tveimur árum, 25 í senn, með fyrirvara um samþykki um fjármagn frá Alþingi. Á þeim tímapunkti lá vilji sveitarfélaga ekki fyrir en nú er ljóst að mörg sveitarfélög eru reiðubúin til að axla ábyrgðina. Velferðarráð Reykjavíkur tók málið fyrir í gær. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikinn áhuga á því að taka á móti flóttafólki. „Velferðarráð fagnar því að ríkið ætli að taka þátt í að axla ábyrgð á vandamálum heimsins og felur nú velferðarsviði að hefja viðræður við þá sem að málinu koma við að taka á móti þessum flóttamönnum.“ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, segir að velferðar- og mannréttindaráð Akraness muni taka málefnið fyrir á fundi sínum á næstunni. „Í alþjóðasamfélaginu verðum við að leggja okkar af mörkum,“ segir hún og bendir á að Akranes hafi mikla reynslu af móttöku flóttafólks en bærinn tók á móti 29 flóttamönnum árið 2008. Tímaramminn sem Akranes átti að fá í tengslum við móttökuna var eitt ár. Sá tími hafi verið nokkuð stuttur og var framlengdur um hálft ár. „Okkur fannst ráðuneytið sleppa hendinni af verkefninu eftir of stuttan tíma, svona eftir á að hyggja. Og við myndum vilja ræða mjög vel, áður en við tökum svona ákvörðun, hvaða tímaramma og stuðning sveitarfélagið fengi,“ segir hún. „Við höfum miðlað okkar reynslu til annarra og okkar reynsla er sú að það þurfi að huga mjög vel að undirbúningi.“Akureyrarbær greindi frá því á dögunum að hann hefði sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Þá samþykkti bæjarráð Garðabæjar á miðvikudaginn að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks. Í sumar hafði Hafnarfjarðarbær sett sig í samband við velferðarráðuneytið og lýst yfir vilja til að taka á móti flóttafólki. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segir bæinn reiðubúinn til að taka þátt í þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka á móti flóttafólki. Fjölskylduráð Hafnarfjarðar fundar í dag um málið. „Við munum ræða þetta í ráðinu og ég heyri að það er jákvæðni þar allan hringinn,“ segir hún. Hafnarfjörður tók á móti einni fjölskyldu í fyrra og nú sé kallað eftir upplýsingum um hvernig gengið hefur með móttökuna til að ákvarða næstu skref. „Við höfum rætt þetta lauslega hérna eftir að umræðan fór af stað. Afstaða okkar er opin og jákvæð til þessara mála,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann reiknar með að málið verði tekið upp með einum eða öðrum hætti á næstunni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir málið hafa verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar í gær en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Málefni flóttamanna hafa ekki komið til umræðu innan Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Árborgar en allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um þá samfélagslegu ábyrgð sem Ísland á að axla í málaflokknum.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira