Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 08:00 Annað hvort Guðmunda Brynja eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir bikarnum á morgun. vísir/anton Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00