Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 11:42 Hér má sjá hvar og hvenær vélin lagði af stað og hvar og hvenær hún fannst. Um 30 kílómetrar eru í beinni loftlínu frá flugvellinum á Akureyri á slysstað. Kort/Loftmyndir.is „Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára að fara á vettvang,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem er á leið á vettvang í Barkárdal þar sem sjóflugvél brotlenti í fjallshlíð í gær. Ragnar var staddur á flugvellinum á Akureyri þegar Vísir náði tali af honum en þyrla mun flytja hann ásamt tveimur öðrum á staðinn þar sem verður unnið að því að tryggja vettvang og hverful sönnunargögn. „Þetta eru för og annað sem getur horfið, það þarf að mynda slíkt. Við þurfum að merkja upp vettvanginn og mæla,“ segir Ragnar. Hann á von á því að vinna á vettvangi muni standa yfir fram eftir degi og munu fleiri bætast í hópinn þegar líður á daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða sem er ekki búin svörtum kassa. „Það er ekki svartur kassi í svona litlum flugvélum. Þá erum við ekki með öll þau gögn sem við myndum hafa ef það væri svartur kassi. Að því leytinu til gerir það rannsóknina flóknari,“ segir Ragnar. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit í gær. Vélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi en vélin fannst klukkan 20.29. Um þrjátíu kílómetrar eru frá flugvellinum á Akureyri að slysstað í Barkárdal í beinni loftlínu. Tveir voru í vélinni, annar frá Kanada sem lést en Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndur flugmaður, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann er sagður með alvarlega áverka.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39