Áfram blússandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 16:09 Þung bílaumferð í Mílanó. Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent