Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2015 22:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum. Vísir/Völundur Jónsson Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Búið er að flytja flugvélina sem fórst í Barkárdal í gær niður af fjallinu þar sem hún brotlenti. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti flugvélahlutina í nokkrum hlutum þar sem þeim var komið fyrir á bíl og fer flakið beint til Reykjavíkur þar sem rannsókn slyssins heldur áfram. Vísir ræddi við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda á flugslysasviði Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bjóst hann við því að flak vélarinnar væri væntanlegt til Reykjavíkur seint í nótt en aðgerðin við að flytja flakið niður af slysstað gekk vel. „Flakið var flutt niður af fjallinu, sett á bíl sem lagði af stað til Reykjavíkur og við reiknum með að það komi til Reykjavíkur seint í nótt. Aðgerðin gekk vonum framar. Aðstæður voru góðar og það gekk vel að ganga frá þessu. “ Við tekur svokölluð frumrannsókn en ekki er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á næstunni. „Nú tekur við rannsóknin og þetta fer í formlegt rannsóknarferli sem hófst með vettvangsrannsókninni sem kláraðist fyrr í dag. Næsta skref er svokölluð frumrannsókn. svo tekur þetta við koll af kolli. Frá því að slys verður og þangað til skýrsla er gefin út er svona frá einu og upp í þrjú ár en það fer eftir hversu flókin rannsóknin er.“ Kanadískur karlmður að nafni Arthur Grant Wagstaff lést í flugslysinu en hinn þaulreyndi flugmaður Arngrímur Jóhannson, dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarleg brunasár. Líðan hans er stöðug.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri. 10. ágúst 2015 17:52
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39