Þórir Ólafsson verður sérstakur ráðgjafi Selfyssinga Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. ágúst 2015 14:45 Þórir með Stefáni Árnasyni, þjálfara Meistaraflokks og Grími Hergeirssyni, aðstoðarþjálfara. Mynd/Aðsend Þórir Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, verður uppeldisfélagi sínu til aðstoðar í uppbyggingu handboltadeildar Selfoss en þetta var staðfest í tilkynningu frá félaginu rétt í þessu. Þórir sem lék um árabil sem atvinnumaður í handbolta hóf feril sinn í treyju Selfyssinga áður en hann gekk til liðs við Hauka þar sem hann varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Þórir lék í níu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Póllandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands og lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en hann lagði skónna á hilluna í vor. Verður hann handboltadeild Selfoss innan handar í vetur ásamt því að æfa og aðstoða við þjálfun liðsins.Tilkynningin: Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss. Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki hóf feril sinn hjá Selfoss , hann spilaði síðan með Haukum og varð íslandsmeistari með þeim í þrígang á árunum 2003-2005. Þórir fór síðan til Þýskalands og spilaði með TuS Nettelstedt-Lübbecke við góðan orðstír áður en hélt til Póllands árið 2011, en þar spilaði hann fyrir Vive Targi Kielce til ársins 2014 áður en hann kom heim að nýju. Hann spilaði fyrir Stjörnuna á síðasta keppnistímabili. Þórir hefur spilað 112 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað 277 mörk í þeim. hans fyrsti landsleikur var á móti BNA í janúar 2001. Þórir tók þátt í 5 stórmótum fyrir Íslands hönd: EM Sviss 2006, HM Svíþjóð 2011 EM Serbíu 2012 HM Spánn 2013 EM Danmörg 2014 síðasti landsleikur hans var á móti Svartfjallalandi í nóv 2014. Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar deildarinnar, hann verður þjálfurum meistarflokkanna beggja til halds og trausts, hann mun taka þátt í æfingum flokkanna og veita þjálfurum ráðgjöf. Að auki mun hann vera stjórn innan handar. Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara handknattleiksdeildar Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara. f.h. stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss, Magnús Matthíasson ritari. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Þórir Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, verður uppeldisfélagi sínu til aðstoðar í uppbyggingu handboltadeildar Selfoss en þetta var staðfest í tilkynningu frá félaginu rétt í þessu. Þórir sem lék um árabil sem atvinnumaður í handbolta hóf feril sinn í treyju Selfyssinga áður en hann gekk til liðs við Hauka þar sem hann varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Þórir lék í níu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Póllandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands og lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en hann lagði skónna á hilluna í vor. Verður hann handboltadeild Selfoss innan handar í vetur ásamt því að æfa og aðstoða við þjálfun liðsins.Tilkynningin: Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss. Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki hóf feril sinn hjá Selfoss , hann spilaði síðan með Haukum og varð íslandsmeistari með þeim í þrígang á árunum 2003-2005. Þórir fór síðan til Þýskalands og spilaði með TuS Nettelstedt-Lübbecke við góðan orðstír áður en hélt til Póllands árið 2011, en þar spilaði hann fyrir Vive Targi Kielce til ársins 2014 áður en hann kom heim að nýju. Hann spilaði fyrir Stjörnuna á síðasta keppnistímabili. Þórir hefur spilað 112 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað 277 mörk í þeim. hans fyrsti landsleikur var á móti BNA í janúar 2001. Þórir tók þátt í 5 stórmótum fyrir Íslands hönd: EM Sviss 2006, HM Svíþjóð 2011 EM Serbíu 2012 HM Spánn 2013 EM Danmörg 2014 síðasti landsleikur hans var á móti Svartfjallalandi í nóv 2014. Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar deildarinnar, hann verður þjálfurum meistarflokkanna beggja til halds og trausts, hann mun taka þátt í æfingum flokkanna og veita þjálfurum ráðgjöf. Að auki mun hann vera stjórn innan handar. Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara handknattleiksdeildar Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara. f.h. stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss, Magnús Matthíasson ritari.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira