Mazda kynnir nýjan jeppling í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 14:45 Mazda Koeru tilraunajepplingurinn. Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent
Bílasýningin í Frankfürt hefst um miðjan næsta mánuð og þar verður mikið um frumsýningar á nýjum bílum. Einn þeirra verður þessi nýi og laglegi jepplingur frá Mazda. Hann er talsvert stærri en Mazda CX-5 jepplingurinn sem nú selst eins og heitar lummur hérlendis og um allan heim. Ekki kemur fram hvort að þessi bíll er arftaki Mazda CX-9 bílsins eða bara glænýr bíll frá Mazda. Eitt er þó víst, hann hefur fengið nafnið Koeru, sem Mazda menn segja að þýði „sá sem fer skrefinu lengra“. Hvort hann mun gera það er óvíst en sannarlega er hér kominn frísklega teiknaður bíll og sportlegur. Hann ber greinilega svipinn af CX-3 jepplingi Mazda að framan. Hermt er að nýi bíllinn sé kominn afar langt í þróunarferlinu og gæti það bent til þess að stutt sé í að hann rúlli af færiböndunum. Búist er við því að þessi bíll verði kominn í sölu strax á næsta ári.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent