Íslenski boltinn

Ingvar: Manni líður eins og fegurðardrottningu þegar maður vinnur titla

Ingvar Þór í leiknum í dag..
Ingvar Þór í leiknum í dag.. Vísir/Anton
„Þetta þreytist aldrei, tilfinningin er alltaf jafn góð að vinna titil,“ sagði Ingvar Þór Kale, markvörður Vals, eftir 2-0 sigur á KR í úrslitum Borgunarbikarsins.

„Ég kom í Val til þess að berjast um titla og ég er kominn með þrjá titla núna. Það er æðislegt að vinna þessa titla, manni líður eins og einhverri fegurðardrottningu eftir á.“

Ingvar hafði það nokkuð náðugt í leiknum en hann sagði að það hefði verið mikill léttir þegar Kristinn Ingi Halldórsson gerði út um leikinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka með öðru marki Valsmanna.

„Þeir voru farnir að pressa okkur meira enda með gott lið og við þurftum að passa okkur á að hleypa þeim ekki aftur inn í leikinn. Um leið og annað markið kom þá var þetta komið.“

Ingvar sagði að upplag Valsmanna í leiknum hafi verið að leyfa KR-ingum að vera með boltann.

„Við reyndum að leyfa þeim að vera með boltann og að keyra hratt á skyndisóknum. Mér fannst við vaða í færum á meðan þeir fengu varla færi. Hólmbert átti eitt skot en annað var það ekki. Svo voru þetta bara fyrirgjafir og rólegheit hjá mér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×