Körfubolti

Þýskaland steinlá fyrir Króatíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dirk í leiknum í dag.
Dirk í leiknum í dag. vísir/getty
Króatía vann Þýskaland með sautján stiga mun í æfingarleik fyrir Eurobasket sem fer fram í haust, en lokatölur urðu 80-63 sigur Króatíu.

Þjóðverjar unnu fyrsta leikhlutann með eins stigs mun, 16-15, en Króatía steig á bensíngjöfina í þeim næsta og unnu hann með þrettán stiga mun, 24-11. Staðan í hálfleik 27-39, Króatíu í vil.

Króatía vann þriðja leikhlutann með fimm stiga mun, 14-19, og var komið í kjörstöðu fyrir síðasta leikhlutann sem endaði jafn, 22-22. Lokatölur sautján stiga sigur Króatíu, 80-63.

Liðin voru að mætast í annað skiptið á þremur dögum, en Króatía vann einnig fyrri leikinn.

Luka Zoric var stigahæstur hjá Króatíu með sextán stig, en næstir komu þeir Damjan Rudez og Krunoslav Simon með ellefu stig hvor.

Dennis Schröder var stigahæstur hjá Þýskalandi með nítján stig, en stórstjarna Þjóðverja Dirk Nowitzki skoraði sjö stig og tók tvö fráköst í leiknum.

Ísland er í riðli með Þýskalandi fyrir Eurobasket 2016, en riðill Íslands verður leikinn í Þýskalandi. Ásamt Þýskalandi er Ísland í riðli með Bosníu, Póllandi, Ísrael og Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×