Jason Day kláraði dæmið á Whistling Straits - Spieth kominn í efsta sæti heimslistans Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 23:01 Jason Day var vel að sigrinum kominn. Getty Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Jason Day sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór á Whistling Straits vellinum og kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur hans í risamóti á ferlinum. Day er í hópi allra bestu og vinsælustu kylfinga heims en hann hefur mjög oft verið í toppbaráttunni á lokadegi í risamóti án þess þó að vinna. Hann átti tveggja högga forystu fyrir lokahringinn og lét hana aldrei af hendi en hann lék frábært golf í dag eða á fimm höggum undir pari. Day komst einnig í sögubækurnar í kvöld fyrir að vera fyrsti kylfingurinn í sögu golfíþróttarinnar til þess að leika fjóra hringi í risamóti á samtals 20 höggum undir pari en lykillinn að sigrinum voru án efa púttin og upphafshöggin hjá þessum ástralska kylfingi sem voru í hæsta gæðaflokki alla helgina. Jordan Spieth endaði í öðru sæti á 17 höggum undir pari en með því fer hann upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa leikið ótrúlega vel nánast allt tímabilið. McIlroy sjálfur átti titil að verja um helgina og lék ágætlega í mótinu, endaði á níu höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við þau meiðsli sem hafa plagað hann að undanförnu. Ásamt því að skrá sig á spjöld golfsögunnar fyrir að sigra þetta fornfræga mót fær Day rúmlega 230 milljónir króna í verðlaunafé.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira