Milljón bíla sala á Spáni í ár Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:16 Seat Leon. Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mikil söluaukning á bílum virðist ætla að verða á Spáni í ár, annað árið í röð. Spáð er 23% vexti í sölu bíla í ár og heildarsalan verði 1,05 milljón bílar en þeir voru 855 þúsund í fyrra og jókst salan um 18% þá. Ef meðtalin er sala sendibíla og trukka mun hún ná 1,21 milljón bíla. Er þessi vöxtur lýsandi fyrir efnahagslegan uppgang á Spáni og spáð er 3% hagvexti í landinu í ár og að atvinnuleysi hríðlækki. Sala bíla á Spáni náði hæst árið 2006 þegar 1,63 milljónir bíla seldust, en snarminnkaði á næstu árum. Í ár hefur stuðningur ríkisins við útskipti eldri og meira mengandi gamalla bíla fyrir nýja hjálpað mjög við sölu nýrra bíla. Sala eyðslugrannra bíla hefur vaxið mest enda stuðningur ríkisins beint að slíkum bílum. Söluhæsta bílmerkið á Spáni í ár er Volkswagen en í næstsöluhæsta bílgerðin er heimamerkið Seat. Af einstaka bílgerð er Seat Leon söluhæstur og seldust næstum 20.000 slíkir bílar á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira