Nýr Toyota Land Cruiser kynntur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:50 Toyota Land Cruiser árgerð 2016. Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent