Innlent

Von á úrkomu á maraþonhlaupara og gesti Menningarnætur

Birgir Olgeirsson skrifar
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir laugardag.
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir laugardag. Vísir/vedur.is
Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin í tuttugasta skipti á laugardag og er von á talsverðri úrkomu. Samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands er von á suðaustlægri og rigningu á höfuðborgarsvæðinu á laugardag þar sem hiti verður á bilinu 10 – 13 stig.

Mikill mannfjöldi verður í miðbænum á þessum degi sem hefst á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka klukkan 08:40 en þessari afmælishátíð Reykjavíkurborgar lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu um kvöldið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á fimmtudag

Norðaustan 8-15 m/s NV-til, annars austan 5-10 m/s. Skýjað og víða rigning, talsverð SA-lands, en styttir upp N- og NA-til um kvöldið. Hiti 7 til 16 stig.

Á föstudag:

Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast NV-til. Rigning í flestum landshlutum, talsverð um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið á N-landi síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðaustlæg átt og víða rigning eða skúrir, en þurrt að mest NA-til. Hiti 10 til 15 stig.

Á sunnudag:

Austlæg átt 3-8 m/s og víða dálitlir skúrir, einkum V-til, en lítilsháttar rigning A-ast. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað N-til með dálítilli vætu og kólnandi veðri, en bjart syðra með líkum á síðdegisskúrum og hlýnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×