Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir AGF sem vann ævintýralegan sigur á hans gömlu félögum í Randers í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Útlitið var ekki bjart fyrir Elmar og félaga í fyrri hálfleik en eftir hálftíma leik voru þeir 0-2 undir.
En endurkoman hófst á 62. mínútu þegar Kim Aabeck minnkaði muninn í 1-2 og aðeins þremur mínútum síðar var Mustafa Amini, leikmaður Randers, rekinn af velli.
Einum fleiri héldu leikmenn AGF áfram að sækja og Aabech jafnaði metin með sínu öðru marki á 74. mínútu.
Stephan Petersen skoraði skoraði svo sigurmark AGF þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Mínútu síðar fækkaði svo enn frekar í liði Randers þegar Kasper Fisker var vikið af leikvelli.
Fleiri urðu mörkin ekki og AGF fagnaði góðum sigri sem skilar liðinu upp í 2. sæti deildarinnar. Elmar og félagar, sem eru nýliðar í deildinni, eru með sjö stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Midtjylland.
Dramatíkin allsráðandi þegar Elmar mætti gömlu félögunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
