Cristiano Ronaldo í dulargervi í miðborg Madrid | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 08:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira