Volt sló við Leaf í sölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 09:56 Chevrolet Volt og Nissan Leaf. Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Chevrolet Volt seldist betur en Nissan Leaf í júlí í Bandaríkjunum í fyrsta skipti síðan í október árið 2013. Allar götur síðan þá hefur Nissan Leaf selst í meira magni en Volt þar vestra. Kemur þetta á óvart þar sem Chevrolet Volt af núverandi kynslóð er farinn að eldast og von er á nýrri kynslóð bílsins mjög fljótlega. Alls seldust 1.313 Volt í júlí en 1.174 Leaf og minnkaði sala Volt um 35% á milli ára en sala Leaf minnkaði um 61,1%. Sala Chevrolet Volt á þessu ári nemur samtals 80.292 bílum en Nissan Leaf hefur selst í 83.312 eintökum og hefur því enn vinninginn. Er þetta til vitnis um dræma sölu tvíorkubíla í Bandaríkjunum sökum lækkandi olíuverðs. Stutt er í nýjan Volt en einnig nýjan Leaf og gæti sala þeirra beggja farið verulega uppávið þegar þeir koma á markað.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira