Audi, BMW og Benz kaupa leiðsögukerfi Nokia Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 13:13 Leiðsögukerfi í Audi bíl. Leiðsögukerfið Here frá finnska símafyrirtækinu Nokia virðist hafa freistað margra og bæði Apple og Uber hafa reynt að kaupa kerfið frá Nokia. Það var engu að síður þýsku lúxusbílaframleiðendurnir Audi, BMW og Benz sem sameinuðust um kaupin á kerfinu og hrepptu það fyrir framan nefið á hinum áhugasömu kaupendunum. Svo virðist sem Nokia hafi lukkast vel við gerð þessa leiðsögukerfis þar sem svo hatrammlega var barist um það. Kerfið er stafrænt og í háupplausn og tekur til næstum 200 landa og fæst á yfir 50 tungumálum. Kerfið safnar gögnum frá notendum og uppfærist stöðugt með þeim hætti. Audi, BMW og Benz ætla áfram að reka kerfið með þeim hætti. Fyrirtækin ætla að eiga alveg jafnan hlut í kerfinu og ekkert þeirra má eignast meira en annað. Allir starfsmenn Here kerfisins fylgja með í yfirtökunni og stjórn þess heldur sér einnig óbreytt og mun fá sama sjálfstæði í vinnu sinni og áður. Kaupverðið er ekki uppgefið en virði þess er metið á um 360 milljarða króna. Kaupin þurfa að fá samþykki samkeppnisyfirvalda og ef allt gengur eins og smurt þar taka þýsku fyrirtækin það yfir snemma á næsta ári. Tækni Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent
Leiðsögukerfið Here frá finnska símafyrirtækinu Nokia virðist hafa freistað margra og bæði Apple og Uber hafa reynt að kaupa kerfið frá Nokia. Það var engu að síður þýsku lúxusbílaframleiðendurnir Audi, BMW og Benz sem sameinuðust um kaupin á kerfinu og hrepptu það fyrir framan nefið á hinum áhugasömu kaupendunum. Svo virðist sem Nokia hafi lukkast vel við gerð þessa leiðsögukerfis þar sem svo hatrammlega var barist um það. Kerfið er stafrænt og í háupplausn og tekur til næstum 200 landa og fæst á yfir 50 tungumálum. Kerfið safnar gögnum frá notendum og uppfærist stöðugt með þeim hætti. Audi, BMW og Benz ætla áfram að reka kerfið með þeim hætti. Fyrirtækin ætla að eiga alveg jafnan hlut í kerfinu og ekkert þeirra má eignast meira en annað. Allir starfsmenn Here kerfisins fylgja með í yfirtökunni og stjórn þess heldur sér einnig óbreytt og mun fá sama sjálfstæði í vinnu sinni og áður. Kaupverðið er ekki uppgefið en virði þess er metið á um 360 milljarða króna. Kaupin þurfa að fá samþykki samkeppnisyfirvalda og ef allt gengur eins og smurt þar taka þýsku fyrirtækin það yfir snemma á næsta ári.
Tækni Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent