Samvinna Suzuki og Volkswagen á enda Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 13:43 Ekki verður af samstarfi Suzuki og Volkswagen. Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Árið 2009 var stofnað til samvinnu Suzuki og Volkswagen og keypti Volkswagen þá 19,9% hlut í Suzuki. Með samvinnunni átti Suzuki að fá aðgang að nýjustu tækni Volkswagen en á móti hjálpa Volkswagen að ná fótfestu á Indlandi, en þar hefur Suzuki verið leiðandi í sölu bíla. Ekki gekk þetta samstarf eftir og fljótt slettist í kekki milli fyrirtækjanna. Allar götur síðar hafa þau talast við í gegnum lögfræðinga og dómstóla. Nú gæti loks verið bundinn endi á þessa deilu en það gerist í kjölfar kaupa nýrra fjárfesta í Suzuki, en þar fer fjárfestingasjóðurinn Third Point LLC. Aðeins á eftir að ganga frá sölunni á þessum 19,9% hlut Volkswagen í Suzuki, en nýtt fjármagn frá Third Point ætti að gera Suzuki kleift að kaupa aftur bréfin frá Volkswagen. Third Point sér mikil tækifæri í Suzuki vegna yfirburðastöðu fyrirtækisins í Indlandi og telur að verulega aukin sala á bílum þar í framtíðinni muni skapa bjarta tíma fyrir Suzuki.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent