Minni hagnaður BMW vegna dræmrar sölu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 10:09 BMW X6. Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Hagnaður BMW á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 3% og er helsta ástæða þess dræm sala bíla í Kína, en margir bílaframleiðendur heims hafa neyðst til að lækka verð bíla sinna í þessum stærsta bílamarkaði heims og dregur það úr hagnaði þeirra. BMW skilaði engu að síður 370 milljarða hagnaði á fjórðungnum. Mikill kostnaður við þróun nýrra bíla BMW átti einnig hlut í minnkandi hagnaði fyrirtækisins og aukin sala minni bíla BMW sem skila minni hagnaði en sala stærri bíla þess. BMW spáir samt meiri hagnaði á árinu öllu en í fyrra. Sala bíla BMW hefur aukist um 7,5 á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs og er heildarsalan 573.079 bílar. Hagnaður af sölu hefur hinsvegar lækkað úr 11,7% niður í 8,4% og er það minni hagnaður af sölu en hjá Mercedes Benz nú (10,7%) og Audi (9,9%). Ef að sala bíla í Kína heldur áfram að minnka telur BMW að breyta þurfi hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir árið í ár.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent