Er Golf R betri í braut en Audi RS3? Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 11:10 Tveir af athygliverðustu „hot hatch“ bílum sem fá má í dag eru Audi RS3 og Volkswagen Golf R, en báðir þessir bílar tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sitja þeir báðir á sama undirvagni. Audi RS3 er 367 hestafla kraftaköggull en Golf R er 300 hestöfl. Þarna munar slatta af hestöflum en dugar það Audi RS3 til að slá við Golf R í brautarakstri? Þetta lék breska bílatímaritinu EVO forvitni á að vita og tók þá báða til kostanna á aksturbraut til að finna út hvor þeirra væri sneggri í slíkum akstri og hvor þeirra væri skemmtilegri. Til að gera langa sögu stutta þá náði Volkswagen Golf R betri tíma í brautinni þrátt fyrir talsvert minna afl og reynsluökumanni bílanna beggja fannst hann að auki skemmtilegri bíll, með betri skiptingu, betri bremsur, undirstýrir minna, er með betri stýringu og betur uppsettri fjöðrun. Þetta er ekki slæmur dómur fyrir bíl sem kostar talsvert minna en Audi RS3, en í Bretlandi munar um 10.000 pundum á bílunum í verði, eða um 2 milljónum króna. Sjá má brautarakstur bílanna beggja og dóm reynsluökumanns þeirra í myndskeiðinu hér að ofan. Bílar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Tveir af athygliverðustu „hot hatch“ bílum sem fá má í dag eru Audi RS3 og Volkswagen Golf R, en báðir þessir bílar tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sitja þeir báðir á sama undirvagni. Audi RS3 er 367 hestafla kraftaköggull en Golf R er 300 hestöfl. Þarna munar slatta af hestöflum en dugar það Audi RS3 til að slá við Golf R í brautarakstri? Þetta lék breska bílatímaritinu EVO forvitni á að vita og tók þá báða til kostanna á aksturbraut til að finna út hvor þeirra væri sneggri í slíkum akstri og hvor þeirra væri skemmtilegri. Til að gera langa sögu stutta þá náði Volkswagen Golf R betri tíma í brautinni þrátt fyrir talsvert minna afl og reynsluökumanni bílanna beggja fannst hann að auki skemmtilegri bíll, með betri skiptingu, betri bremsur, undirstýrir minna, er með betri stýringu og betur uppsettri fjöðrun. Þetta er ekki slæmur dómur fyrir bíl sem kostar talsvert minna en Audi RS3, en í Bretlandi munar um 10.000 pundum á bílunum í verði, eða um 2 milljónum króna. Sjá má brautarakstur bílanna beggja og dóm reynsluökumanns þeirra í myndskeiðinu hér að ofan.
Bílar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent