Laxá í Dölum pökkuð af laxi Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2015 14:00 Mikið af laxi er í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Veiðin í Laxá í Dölum var eins og víða afskaplega döpur í fyrra og áin svo til laxlaus allt tímabilið en það hefur heldur betur breyst. Veiðin í ánni er kmin í um 300 laxa og góðar göngur hafa verið í hana að undanförnu og virðist sem toppnum hafi enn ekki verið náð ennþá svo það má reikna með að þeir sem eigi daga í henni á næstunni verði ennþá töluvert varir við nýgengin lax á svæðinu. Á dögunum var Kjartan Arnfinnsson við veiðar í ánni, og náði frábærum myndum af laxamagninu í Mjóhyl en myndbandið af laxatorfunni í hylnum má sjá hér. Rúmega þrjú hundruð laxar hafa veiðst fram til þessa á fjórar stangir, en nú tekur sex stanga tíminn við. Laxá hefur verið þekkt fyrir miklar aflahrotur síðsumars, og dæmi þess að septembermánuður einn og sér hafi gefið þúsund laxa. Það er erfitt að segja til um framhaldið í Laxá en það er deginum ljósara miðað við gang mála og þá staðreynd að besti tíminn sé eftir að hún gæti vel klórað í 7-800 laxa á þessu tímabili jafnvel meira en meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 er 1027 laxar, minnst 324 árið 1980 en mest 1988, þá 2385 laxar. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði
Veiðin í Laxá í Dölum var eins og víða afskaplega döpur í fyrra og áin svo til laxlaus allt tímabilið en það hefur heldur betur breyst. Veiðin í ánni er kmin í um 300 laxa og góðar göngur hafa verið í hana að undanförnu og virðist sem toppnum hafi enn ekki verið náð ennþá svo það má reikna með að þeir sem eigi daga í henni á næstunni verði ennþá töluvert varir við nýgengin lax á svæðinu. Á dögunum var Kjartan Arnfinnsson við veiðar í ánni, og náði frábærum myndum af laxamagninu í Mjóhyl en myndbandið af laxatorfunni í hylnum má sjá hér. Rúmega þrjú hundruð laxar hafa veiðst fram til þessa á fjórar stangir, en nú tekur sex stanga tíminn við. Laxá hefur verið þekkt fyrir miklar aflahrotur síðsumars, og dæmi þess að septembermánuður einn og sér hafi gefið þúsund laxa. Það er erfitt að segja til um framhaldið í Laxá en það er deginum ljósara miðað við gang mála og þá staðreynd að besti tíminn sé eftir að hún gæti vel klórað í 7-800 laxa á þessu tímabili jafnvel meira en meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 er 1027 laxar, minnst 324 árið 1980 en mest 1988, þá 2385 laxar.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði