Íslenski boltinn

Grindavík afgreiddi Selfoss í fyrri hálfleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Grindavík skaust upp fyrir KA með 5-0 sigri á Selfoss í Grindavík í fyrsta leik 15. umferðar 1. deildarinnar í kvöld. Heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 fyrir Grindavík.

Björg Berg Bryde kom heimamönnum yfir eftir níu mínútur og aðeins fimm mínútum síðar bætti Alex Freyr Hilmarsson við öðru marki Grindvíkinga. Hákon Ívar Ólafsson bætti við þriðja marki heimamanna undir lok fyrri hálfleiks og tryggði stigin þrjú.

Hákon Ívar og Alex bættu við sitthvoru markinu í seinni hálfleik og lauk leiknum með öruggum fimm marka sigri.

Selfoss situr sem fastast í 10. sæti eftir leikinn en Grótta getur með sigri á KA fyrir norðan skotist upp úr fallsæti á laugardaginn og sent Selfoss í fallsætið.

Upplýsingar um markaskorara koma frá urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×