Ólafur, þjálfari Vals: Klárum tímabilið á Laugardalsvellinum Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvellinum skrifar 6. ágúst 2015 22:00 Vísir/Ernir Þrátt fyrir 0-4 tap fyrir Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld var Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, ekki ósáttur með leik síns liðs. Stjarnan komst í 0-1 á 22. mínútu en á þeirri 40. fengu Valskonur dauðafæri sem ekki nýttist. Í staðinn fóru Stjörnukonur í sókn og juku muninn í 0-2. Ólafur segir þessa mínútu hafa skipt sköpum í kvöld. "Já, það má alveg segja það," sagði Ólafur sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Vals. "Mér fannst við vera að spila vel og úti á vellinum voru liðin áþekk. En það eru mikil gæði í liði Stjörnunnar og þær klára færi og hálffæri sem við gerðum ekki. "En ég lít svona meira á frammistöðuna hjá okkur, því mér fannst við spila vel og við byggjum ofan á það." Serbneski framherjinn Marijia Radojicic lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og átti lipra spretti. Ólafur kvaðst sáttur með hennar frammistöðu. "Mér fannst hún bara ágæt. Hún er greinilega ekki í eins góðu formi og við vildum en það býr margt í henni og hún er góð í fótbolta," sagði Ólafur en umrædd Marija orðin hálf bensínlaus undir lok leiksins. Valur er í 4. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Ólafur lítur hýru auga til 3. sætisins en fyrstu tvo eru frátekin fyrir Stjörnuna og Breiðablik. "Við viljum halda okkur eins ofarlega og hægt er," sagði Ólafur en hann staðfesti að Valur myndi leika þá tvo heimaleiki sem liðið á eftir á Laugardalsvellinum en sem kunnugt er standa framkvæmdir yfir á Vodafone-vellinum. "Já, við gerum það. Það er rosa gaman að spila hérna en þetta er samt ekkert okkar heimavöllur," sagði Ólafur en upphaflega stóð til að Valsliðið myndi spila á æfingasvæði félagsins á Hlíðarenda. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þrátt fyrir 0-4 tap fyrir Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld var Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, ekki ósáttur með leik síns liðs. Stjarnan komst í 0-1 á 22. mínútu en á þeirri 40. fengu Valskonur dauðafæri sem ekki nýttist. Í staðinn fóru Stjörnukonur í sókn og juku muninn í 0-2. Ólafur segir þessa mínútu hafa skipt sköpum í kvöld. "Já, það má alveg segja það," sagði Ólafur sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Vals. "Mér fannst við vera að spila vel og úti á vellinum voru liðin áþekk. En það eru mikil gæði í liði Stjörnunnar og þær klára færi og hálffæri sem við gerðum ekki. "En ég lít svona meira á frammistöðuna hjá okkur, því mér fannst við spila vel og við byggjum ofan á það." Serbneski framherjinn Marijia Radojicic lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og átti lipra spretti. Ólafur kvaðst sáttur með hennar frammistöðu. "Mér fannst hún bara ágæt. Hún er greinilega ekki í eins góðu formi og við vildum en það býr margt í henni og hún er góð í fótbolta," sagði Ólafur en umrædd Marija orðin hálf bensínlaus undir lok leiksins. Valur er í 4. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Ólafur lítur hýru auga til 3. sætisins en fyrstu tvo eru frátekin fyrir Stjörnuna og Breiðablik. "Við viljum halda okkur eins ofarlega og hægt er," sagði Ólafur en hann staðfesti að Valur myndi leika þá tvo heimaleiki sem liðið á eftir á Laugardalsvellinum en sem kunnugt er standa framkvæmdir yfir á Vodafone-vellinum. "Já, við gerum það. Það er rosa gaman að spila hérna en þetta er samt ekkert okkar heimavöllur," sagði Ólafur en upphaflega stóð til að Valsliðið myndi spila á æfingasvæði félagsins á Hlíðarenda.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira