Touareg Hybrid tekinn úr sölu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 16:03 Volkswagen Touareg. Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent
Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent