Subaru ásakað um þrældóm Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 09:30 Subaru Forester. Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent