Spyker sameinast Volta Volare Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:55 Bílar Spyker hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun. Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent
Hollenski rafmagnsbílaframleiðandinn Spyker smíðaði ógnafallega bíla áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember síðastliðnum. Nú hefur Spyker verið sameinað lúxusflugvélasmiðnum Volta Volare sem er með höfuðstöðvar í borginni Portland í Oregon fylki Bandaríkjanna. Ekki fylgir sögunni hvaða stefnu Spyker mun taka og hverskonar bílar muni koma frá fyrirtækinu í framhaldinu, en þeir gætu áfram orðið hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tvíorkubílar. Victor Muller stofnandi og eigandi Spyker hefur semsagt ekki gefist upp á bílaframleiðslu og ætlar að halda ótrauður áfram að smíða eftirtektaverða bíla, en eitt er víst, hann er maður sem aldrei gefst upp þrátt fyrir hremmingar.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent