Hallgrímur Jónasson, Ari Freyr Skúlason og félagar þeirra í OB biðu lægri hlut fyrir Midtjylland, 1-0, í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Hallgrímur og Ari léku allan leikinn fyrir OB sem var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni.
Þetta var hins vegar þriðji sigur Midtjylland í jafnmörgum deildarleikjum. Morten Duncan skoraði sigurmarkið á lokamínútunni í kvöld.
OB tekur á móti Theodóri Elmari Bjarnasyni og félögum hans í AGF í næsta leik sínum eftir viku.
