Fótbolti

Umboðsmaður Casillas ósáttur: Forseti Real Madrid vill helst hvíta leikmenn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Florentino Perez með James Rodriguez á sínum tíma.
Florentino Perez með James Rodriguez á sínum tíma. Vísir/Getty
Santos Marquez, umboðsmaður Iker Casillas, lét stór orð falla í ljósi sölu skjólstæðings síns frá Real Madrid en hann sakar Florentino Perez, forseta Real Madrid, um að vilja heldur hafa hvíta leikmenn í liði sínu.

Casillas sem er 34 árs gekk til liðs við portúgalska félagið Porto í síðustu viku eftir að hafa leikið með Real Madrid allan sinn feril, alls 725 leiki á sextán árum. Hafnaði hann meðal annars tilboðum úr ensku úrvalsdeildinni að sögn umboðsmannsins en David De Gea, markvörður Manchester United, hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði.

Marquez sem er einnig umboðsmaður Samuel Eto'o og Claude Makalele, fyrrum leikmanna Real Madrid segir að Perez líki illa við að hafa leikmenn af öðrum kynþætti í liði sínu.

„Hann er ekki rasisti en honum líkar ekki við leikmenn sem eru dökkir á hörund. Hann bar enga virðingu fyrir Makalele og við rifumst yfir Eto'o á sínum tíma. Hann yfirgaf félagið vegna húðlitar síns. Það eru nokkrir leikmenn sem fá sérmeðferð hjá honum, Gareth Bale er til dæmis einn þeirra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×