Clueless 20 ára: Fimm staðreyndir um fötin Ritstjórn skrifar 20. júlí 2015 15:45 Ein frábærasta mynd allra tíma Clueless fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær. As if! Það kann að vera vægt áfall fyrir aðdáendur myndarinnar, jafnvel einherjir sem eru „totally buggin“ yfir því. Og sumir hverjir muna enn í dag þegar þeir sáu myndina í fyrsta sinn. Hún hafði svo sannarlega mikil áhrif á tísku síns tíma og hafa síðan margir hönnuðirsótt innblásur í myndina fyrir hönnun sína og myndbönd. Búningahönnuður myndarinnar, Mona May, hefur í tilefni afmælis myndarinnar deilt nokkrum skemmtilegum sögum á bakvið eftirminnilegustu föt og persónur myndarinnar. Alaïa kjóllinnAlaïa kjólnum fræga, sem Cher klæddist þegar hún var rænd eftirminnilega eftir Valley partýið, var erfitt að redda. Þurfti May að hringja fjölda símtala til þess að verða sér úti um kjólinn. Það hafi þó gengið eftir að lokum og er líklegt að flestir tengi í dag merkið Alaïa við Clueless.Gula, köflótta dragtinÞað muna allir eftir gula „outfit-inu“ sem Cher klæddist í upphafsatriðinu sem hún valdi úr tölvustýrða fataskápnum sínum (sem okkur dreymir enn um). May segir að það hafi skipt höfuðmáli að finna föt í upphafsatriðið sem myndi skera sig úr fjöldanum. Hún hafi prófað rauða og bláa dragt, en hvorug virkaði. Svo hafi hún fundið þessa gulu Dolce & Gabbana dragt, sett Cher í hvíta hnéháa sokka og hvítan loðinn bakpoka og það hafi bara passað. Hattarnir hennar DionneÞar sem Dionne vinkona Cher var aðeins lífsreyndari (technically not a virgin þið munið) en hún, þá þurfti stíllinn hennar að vera aðeins meira ögrandi en hjá saklausu Cher. Sem dæmi má nefna hárauða, stutta vínyl pilsið sem hún klæddist við skærbláan bol, Dr. Seuss hattinn úr byrjun myndarinnar og þennan spíral hatt á myndinni, sem May sagðist hafa fundið óvart í lítilli búð. Buxurnar á hælunumÁ þessum tíma var aðal trendið hjá strákunum að vera með gallabuxurnar á hælunum og til þess að gera þá örlítið meira classy, setti May strákana í myndinni í gallabuxur frá þekktum hönnuðum. Hún segist hafa vandað sig sérstaklega við Murray, kærasta Dionne, því hann þurfti að líta út fyrir að Dionne verslaði allt á hann. Umhverfið skipti öllu Í myndinni spiluðu búningarnir stórt hlutverk og til þess að gera þá enn áhrifameiri og áberandi voru litirnir í umhverfinu og leikmyndinni í mjög mildum litum. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour
Ein frábærasta mynd allra tíma Clueless fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær. As if! Það kann að vera vægt áfall fyrir aðdáendur myndarinnar, jafnvel einherjir sem eru „totally buggin“ yfir því. Og sumir hverjir muna enn í dag þegar þeir sáu myndina í fyrsta sinn. Hún hafði svo sannarlega mikil áhrif á tísku síns tíma og hafa síðan margir hönnuðirsótt innblásur í myndina fyrir hönnun sína og myndbönd. Búningahönnuður myndarinnar, Mona May, hefur í tilefni afmælis myndarinnar deilt nokkrum skemmtilegum sögum á bakvið eftirminnilegustu föt og persónur myndarinnar. Alaïa kjóllinnAlaïa kjólnum fræga, sem Cher klæddist þegar hún var rænd eftirminnilega eftir Valley partýið, var erfitt að redda. Þurfti May að hringja fjölda símtala til þess að verða sér úti um kjólinn. Það hafi þó gengið eftir að lokum og er líklegt að flestir tengi í dag merkið Alaïa við Clueless.Gula, köflótta dragtinÞað muna allir eftir gula „outfit-inu“ sem Cher klæddist í upphafsatriðinu sem hún valdi úr tölvustýrða fataskápnum sínum (sem okkur dreymir enn um). May segir að það hafi skipt höfuðmáli að finna föt í upphafsatriðið sem myndi skera sig úr fjöldanum. Hún hafi prófað rauða og bláa dragt, en hvorug virkaði. Svo hafi hún fundið þessa gulu Dolce & Gabbana dragt, sett Cher í hvíta hnéháa sokka og hvítan loðinn bakpoka og það hafi bara passað. Hattarnir hennar DionneÞar sem Dionne vinkona Cher var aðeins lífsreyndari (technically not a virgin þið munið) en hún, þá þurfti stíllinn hennar að vera aðeins meira ögrandi en hjá saklausu Cher. Sem dæmi má nefna hárauða, stutta vínyl pilsið sem hún klæddist við skærbláan bol, Dr. Seuss hattinn úr byrjun myndarinnar og þennan spíral hatt á myndinni, sem May sagðist hafa fundið óvart í lítilli búð. Buxurnar á hælunumÁ þessum tíma var aðal trendið hjá strákunum að vera með gallabuxurnar á hælunum og til þess að gera þá örlítið meira classy, setti May strákana í myndinni í gallabuxur frá þekktum hönnuðum. Hún segist hafa vandað sig sérstaklega við Murray, kærasta Dionne, því hann þurfti að líta út fyrir að Dionne verslaði allt á hann. Umhverfið skipti öllu Í myndinni spiluðu búningarnir stórt hlutverk og til þess að gera þá enn áhrifameiri og áberandi voru litirnir í umhverfinu og leikmyndinni í mjög mildum litum. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Dekraðu við húðina í sumarfríinu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour