Hringinn á rafmagnsbíl á 30 tímum Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 09:32 Tesla Model S bíllinn hlaðinn á Hótel Rangá. Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Gísli Gíslason hjá rafmagnsbílasölunni Even fóru hringinn í kringum landið á innan við 30 klukkustundum á rafmagnsbíl. Með því sló hann og tveir aðrir farþegar í Tesla Model S bíl Íslandsmet rafbíla í akstri kringum landið. Áður hafði hringurinn verið farinn á 6 dögum á rafmagnsbíl og var það gert af þremur nemendum Háskólans í Reykjavík árið 2010. Lagt var af stað frá Akureyri snemma í fyrradag og komið þangað aftur um kaffileitið í gærdag. Aðeins þurfti að hlaða bílinn fjórum sinnum á leiðinni, á Egilsstöðum, við Hótel Rangá, Flatey á Mýrum og í Borgarnesi. Með í för var hleðslustöð sem gerði methöfunum kleift að hlaða bílinn þar sem ekki naut þeirra hleðslustöðva sem hafa verið settar upp um landið. Tesla Model S hefur tæplega 500 km drægni fulllaðinn rafmagni. Með þessum akstri sannast að rafmagnsbílar eru kostur til lengri ferða um landið og eigendur þeirra þurfa ekki að hræðast drægni þeirra.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira