Toyota Fortuner byggður á Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:04 Toyota Fortuner. Autoblog Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent
Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent