Sala Volkswagen féll um 9% í júní Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 14:52 Nýir Volkswagen bílar. Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent
Þrátt fyrir að sala Volkswagen bíla sé í miklum blóma í Evrópu hafði snarminnkandi sala í Kína og S-Ameríku þau áhrif að heildarsala Volkswagen í júní minnkaði um 8,6%. Mestu munaði um 23% minni sölu í Kína, stærsta bílamarkaði heims. Alls seldi Volkswagen 470.700 bíla í júní. Af síðustu 9 mánuðum hafa 8 þeirra verið með minni sölu en í sömu mánuðum í fyrra. Volkswagen treystir mjög á bílamarkaðinn í Kína og er með um 20% markaðshlutdeild þar og selur þar um þriðjung allra bíla sinna. Því er það mikið högg fyrir Volkswagen þegar sala þar minnkar svo mikið sem undanfarið. Ennfremur hefur verið bent á það að Volkswagen bjóði ekki nægt úrval jepplinga í Kína, en jepplingar seljast þar enn eins og heitar lummur. Heildarsala Volkswagen á fyrri helmingi ársins hefur fallið um 3,9% og selst hafa 2,95 milljón bílar. Salan í Evrópu hefur hinsvegar vaxið um 3,1% og um 3,2% í N-Ameríku. Sala Volkswagen bíla telja um 60% heildarsölu móðurfyrirtækis Volkswagen, en fyrirtækið á einnig Skoda, Audi, Porsche, Seat, Bentley og Bugatti.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent