Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 19:32 Rúnar Páll var eldhress á blaðamannafundi í Garðabænum í kvöld. vísir/epa Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Michael Præst, fyrirliði liðsins, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Samsung-vellinum í kvöld fyrir leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Celtic annað kvöld. Fjölmargir skoskir blaðamenn frá öllum stærstu miðlum Bretlands eru mættir til Íslands til að fylgja Celtic-liðinu eftir, en þeir höfðu mestan áhuga á einum hlut: Gervigrasinu. „Hugarfar leikmanna Celtic verður aðalatriðið. Þeir þurfa að spila á okkar velli. Við njótum ekki forskots vegna vallarins, ekki nema fyrir hugarfar þeirra,“ sagði Rúnar Páll aðspurður um hvort Stjarnan nyti forskots í leiknum vegna gervgrasvallarins. Stjörnuþjálfarinn þurfti að svara svona sex spurningum til viðbótar bara um gervigrasið en ein snerist um hvort völlurinn yrði vökvaður. „Ég er ekki vallarstarfsmaður en ég held að svo verði ekki. Þið verðið að spyrja einhvern annan að því samt,“ sagði Rúnar Páll. „Allir leikmenn vilja spila á náttúrlegu grasi en þetta er okkar heimavöllur og við erum ánægðir með hann.“Stjarnan vann glæsilegan sigur á Lech Poznan í fyrra.Vísir/daníelÞeir verða pirraðir Vísir spurði Rúnar Pál hvað honum fyndist um allar þessar spurningar um gervigrasið. Hann hló við og sagði: „Það er bara sjokk fyrir þá að koma hingað og sjá þennan völl miðað við völlinn hjá þeim. Það er bara himinn og haf eins og allir vita. Að sjálfsögðu eru þeir drullufúlir yfir þessum aðstæðum.“ Stjörnumenn voru klókir þegar þeir spiluðu gegn pólska liðinu Lech Poznan í fyrra í Evrópudeildinni en þá var völlurinn ekki vökvaður og sagan segir að hitinn á grasinu var skrúfaður upp til að boltinn myndi ekki rúlla jafnhratt á grasinu. „Þeir verða pirraðir yfir því að spila á skraufaþurru grasinu,“ sagði Rúnar Páll, en munu Stjörnumenn sjá til þess að völlurinn verði ekki vökvaður? „Það er vatnslaust í Garðabænum. Það verður vatnslaust á morgun upp úr hádegi. Það fór æð hérna upp frá,“ sagði Rúnar Páll og uppskar hlátrasköll úr salnum. „Nei, ég stýri því ekki. Það er samkomulag á milli liðanna sem leyst verður á öryggisfundi. Ég kem ekki nálægt því.“Ekki týpískt breskt lið Rúnar hefur fulla trú á því að Stjarnan geti strítt skoska liðinu á morgun, en Íslandsmeistararnir fengu tækifæri til að skora á Celtic Park. „Við fengum færi til að skora í síðasta leik og ef við getum komið á þá marki getum við strítt þeim á morgun. Ég hef trú á því,“ sagði Rúnar, en segir liðið þó mjög gott. „Maður sér bara gæðamuninn í sendingum, móttökum og hugsun. Það er mikill gæðamunur á liðunum og því þurfum við að vera mjög einbeittir.“ „Þeir eru ekki með týpist breskt lið sem fer bara upp kantana og gefur fyrir eins og Motherwell. Þetta er lið sem vill spila í gegnum miðjuna með einni snertingu og við þurfum að loka á það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira