Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2015 10:45 Veiðin í Blöndu er búin að vera ótrúlega góð en ekkert lát er á göngum í hana og stórlaxahlutfallið ennþá gott. Á síðasta lista hjá Landssambandi veiðifélaga var veiðin 993 laxar en hún er auðvitað komin vel upp fyrir það. Þegar við heyrðum í veiðimönnum sem voru í ánni um helgina var hún að detta yfir 1200 laxa svo það verður spennandi að sjá tölurnar úr ánni á morgun. Það sem gerir Blöndu skemmtilega og spennandi er að laxinn er kominn upp um alla á og hækkandi veiðitölur af svæði IV sýna svo ekki verður um villst að hann er kominn alla leið. Eins árs laxinn er loksins mættur og hefur hann hægt og rólega verið hækkandi hlutfall í veiði dagsins. Sem fyrr er svæði I lang aflahæst á sínar fjórar stangir en algengt er orðið að dagskvótinn upp á 12 laxa á hverja stöng sé náð dag eftir dag. Svæði II sem hefur lengi verið heldur rólegt svæði, þá helst vegna slakrar ástundunar, er farið að gefa vel þegar veiðimenn sem þekkja svæðið veiða það. Svarthylur við ármót Svartár er að venju drjúgur en lax sést og veiðist víða á þessu fallega svæði. Staðan í Blöndulóni er veiðimönnum í hag en mun minna er í lóninu en í fyrra sem tryggir að veiðitíminn í ánni varir lengur en í fyrra. Hægt er að fylgjast með stöðu miðlunarlóna á heimasíðu landsvirkjunar. Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði
Veiðin í Blöndu er búin að vera ótrúlega góð en ekkert lát er á göngum í hana og stórlaxahlutfallið ennþá gott. Á síðasta lista hjá Landssambandi veiðifélaga var veiðin 993 laxar en hún er auðvitað komin vel upp fyrir það. Þegar við heyrðum í veiðimönnum sem voru í ánni um helgina var hún að detta yfir 1200 laxa svo það verður spennandi að sjá tölurnar úr ánni á morgun. Það sem gerir Blöndu skemmtilega og spennandi er að laxinn er kominn upp um alla á og hækkandi veiðitölur af svæði IV sýna svo ekki verður um villst að hann er kominn alla leið. Eins árs laxinn er loksins mættur og hefur hann hægt og rólega verið hækkandi hlutfall í veiði dagsins. Sem fyrr er svæði I lang aflahæst á sínar fjórar stangir en algengt er orðið að dagskvótinn upp á 12 laxa á hverja stöng sé náð dag eftir dag. Svæði II sem hefur lengi verið heldur rólegt svæði, þá helst vegna slakrar ástundunar, er farið að gefa vel þegar veiðimenn sem þekkja svæðið veiða það. Svarthylur við ármót Svartár er að venju drjúgur en lax sést og veiðist víða á þessu fallega svæði. Staðan í Blöndulóni er veiðimönnum í hag en mun minna er í lóninu en í fyrra sem tryggir að veiðitíminn í ánni varir lengur en í fyrra. Hægt er að fylgjast með stöðu miðlunarlóna á heimasíðu landsvirkjunar.
Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði