Bíllaus dagur í Stokkhólmi Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 09:25 Bíllaus dagur verður víða í borgum Evrópu þann 19. september. Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent
Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent