Nýr Hyundai iX35 Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 12:46 Hyundai iX35. er orðinn ansi laglegur bíll. Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent